já það er nú að vísu vika síðan við komum heim frá Rússlandi og tímaruglingurinn fór gersamlega með mig núna í vikunni er eiginlega búið að líða einsog draug í vinnunni.
En Rússland var skemmtilegt og öðruvísi. Sáum að vísu ekki mikið af Moskvu nema tvö kvöld. fórum í svona gædtúr Moscow by midnight, rosa skemmtó
fórum á Rauða Torgið sem var HUGES váts og gaurinn sem talaði sagði rosa merkilega hluti en það er pínu erfitt að muna það sem hann var að tala um. Kóngafólk og allskonar solleiðis.
En svo var að sjálfsögðu stíft keppnisprógramm alla dagana og gekk okkur misvel í keppnunum, brenndum til að mynda baunirnar okkar og kaffismökkunin var rosa krefjandi og við klúðruðum henni líka og eftir fyrsta dag var ísland í neðsta sæti JIBBÍ...
En svo hisjuðum við uppum okkur buxurnar og tókum rest með trompi
það situr ekki eins fast í minninu útaf allri sigur vímunni frá vodkacuppingkeppninni
en við unnum, að okkur fannst, mikilvvægustu keppnina sem kallaðist sell your coffee, þar áttum við að selja allt sem við gátum, kaffidrykki, síróp, glös, bolla og við máttum meira að segja selja LaMarsocco vélina ef rétt verð yrði boðið og allt sem við seldum var til styrktar að mig minnir hjartveikum börnum í Mexico
og við seldum MEST hahaha og við vorum samt svo stressuð fyrir þessa keppni og bara eiginlega ekki vel stemmd orðin ROSA þreytt og hálf langaði bara uppá hótel en svo bara negldum við þetta
Svo unnum við líka leynikeppni sem kom svo í ljós að var hvaða lið var duglegast að þrífa, við vorum sem sagt snyrtilegasta liðið;)
En já maður hafði með sér heim fullt af frekari fróðleik um kaffi og allt sem því við kemur og svo náttlega kynntist maður fullt af hressu og skemmtilegu fólki sem maður sér vonandi bráðlega
Svo er bara að fara á fullt að undirbúa og æfa fyrir innanhúsmótið og svo Íslandsmeistaramótið og já heimsmeistaramótið neiii segji svona... hahaha
já og Rússland vann sem sagt Eistland í öðru, Líbanon í þriðja og Danmörk í fjórða svo var sagt við öll hin liðin "Þið eruð í fimmta sæti" tím spirit!!! sjúbbí
En já það var semsagt voða hresst að fara svona til Rússlands smelli kannski einhverjum myndum bráðlega er ekkert voðalega dugleg við þetta einsog ég ætlaði mér
Leiters Harpa
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Úlala!
Til hamingju með þetta allt saman! :)
Kemur mér ekki á óvart með snyrtilegasta liðið ;)
Post a Comment