Saturday, December 08, 2007

úff ég held það taki meira á þegar það er ekkert að gera í vinnunni hjá manni en þegar það er mikið að gera...
sit við tölvuna og skoða myndbönd eða bloggsíður eða les, voða kósí til að byrja með en svo tekur þreytan yfir.
Kannski búin að gera 10 bolla síðan ég opnaði klukkan tíu

tók smá nostalgíutripp á fimmtudaginn og í gær reyndar líka, skoðaði gömul Spice Girls myndbönd og vá ég kann ennþá textana!!!! tékkaði líka á Destiny's Child myndböndum jiiii hvað þær voru halló, Kryddstelpurnar voru nú töff fannst manni og hafa elst vel, en Beyjónsan var nú ekki alltaf svona smekkleg einsog hún er í dag, frændi sæll...
Svo ætlaði ég mér nú að horfa á Friends frá byrjun en það vantar svo marga þætti inná milli í seríu tvö og þrjú að ég skipti yfir í upprifjun á Lost og ætla ég mér að tækla það sem ég átti eftir af annari seríu og byrja á þriðju seríu.

Læt fylgja með eitt fallegt og uppáhalds með Kryddinu



og eitt með Beyjónsunni og fylgifiskum hennar, þetta er fyrir þig Hilmar minn held að við höfum einhvern tíma tekið dúett með þessu lagi forðum daga í einhverjum fjölskylduhittingnum

1 comment:

Anonymous said...

haha já ég man nú eftir henni litlu frænku minna að setja upp Spicegirlssýningar í Reykásnum þarna í denn. Ég er ekki alveg viss um að ég gúdderi þetta kombakk hjá þeim... kannski bara betra að halda í minningarnar.