Thursday, June 22, 2006

frægðin skapar meistarann

haldiði ekki að mín sé bara orðin fræg....
baksíðustúlka hjá Morgunblaðinu
í gær
"aðaláhuga mál mitt er...
... að gefa fuglunum
og
vera í góðra vina hópi"
ég vil koma þessu á framfæri
þar sem upplýsingar um mig, konuna, vantaði við myndina
er núna að bíða eftir fleiri tilboðum við fyrirsætu störf
vinn mjög vel með fuglum
sérstaklega mávum
baksíðufyrirsætan Harpa

Saturday, June 17, 2006

nostalgia

einsog titillinn gefur til kynna fann ég fyrir þessari tilfinningu í dag
ég var semsagt að taka til í kommóðunni minni sem er heima í árbænum
og þar kenndi ýmissa að grasa

fullt af gömlum krosssaumsverkefnum
sem mér fannst ógó gaman að gera
fullt af gömlum tyggjótattúum
hægt að halda partý og allir fengju eitt
fullt af teikningum eftir mig, misfallegar
fullt af gömlum launaseðlum og reikningsyfirlitum
er hrædd við að henda svona bankastöffi
fullt af einhverju dótarí
sem ég hef af óskiljanlegum ástæðum sankað að mér???
svo var þarna g-shock úrið mitt sem ég keypti fyrir fermingarpeningana
líka heillaskeyti og kort frá því ég fermdist
svo má ekki gleyma...
....allar úrklippur úr öllum blöðum sem ég komst yfir
af SPICE GIRLS
stórar sem smáar þá meina ég það smáar að það sést varla hver er á myndinni
fann líka sönnun þess hve aktíf ég var í íþróttabransanum

HARPA H. PÁLSDÓTTIR
7. FL. KV. FYLKIS
BESTA ÁSTUNDUN
1992

já takk fyrir mín fékk viðurkenningarskjöld fyrir handboltaástundun
það er ekki gefins krakkar mínir
mikil vinna bakvið þennan skjöld

hresst að gruflaðeins í gömlu dögunum
allir að kíkja í kaffi eða kakó og meððí á morgun sautjándann
fá hita í kroppinn (ekki samt OF margir;)

Harpan í nostalgíufílíng

Wednesday, June 14, 2006

leti smeti kjeti pjeti leti

búin að vera of löt í vikunni
er að taka smá pásu í að taka til áður en að mør og far og sys koma heim í nótt
alltaf á síðasta sjéns as júsúal
hlakka ROSA MIKIÐ til að hitta þau samt smá sakn búið að vera í gangi

fórum í innflutningspartý til Baby Jay á laugardaginn var
Rosa gaman, partýhaldarinn fór að sofa þegar partýið stóð sem hæst
og svo var bara haldið í bæinn MEGA fjör

held ég hafi fundið mér nýtt tómstundagaman
hef verið að taka brauðenda og sneiðar sem hafa dottið í gólfið úr vinnunni
og farið með niður að tjörn og gefa fuglunum
þegar ég er búin klukkan tvö

þannig að ef þíð viljið hitta á mig eftir vinnu aðrahverja viku
tjékkið þá við tjörnina;)

verð að halda áfram að taka til áður en þau koma hjemm
leiterrsss

Monday, June 05, 2006

sunnudagur eða manudagur

helgin var frábær
Reykjavík Trópík var mjög vel heppnuð að mér fannst
og allir ROSA ánægðir og skemmtu sér konunglega
allt gekk vel fyrir sig og allir voru stilltir

svo í dag vöknuðum við skötuhjú svona í fyrralagi miðað við að þetta eru jú við
Hörður þurfti að vinna þannig að við fórum uppí árbæinn í internetið
Hann kláraði það og ég hafði víst lofað honum því að kaupa Hlölla handa honum í dag
þar sem við erum ekki á bíl datt honum einhverra hluta vegna að við myndum hjóla
sem og við gerðum
uppá Höfða og keyptum Hlölla og minn var svona líka sáttur
og ég uppgefin
en það var hressandi og gaman

hjólatúr er málið krakkar

Friday, June 02, 2006

hæbbz

kjánabaun ég
var búin að skrifa helling
ýtti svo á takka og að sjálfsögðu fór það allt í burt
hefði átt að copy paste

var samt bara að segj að ég er að vinna mikið
og hef lítinn tíma í blogg
er mikið þreytt, sem er leiðinlegt
og svo er ekkert internet á Skarpó og langt í árbæinn í internet
verð samt í árbænum eitthvað á næstu 2 vikum

mør, far og sys eru nebbla í úglöndum
á Rimini
Øfund

minns langi vera á Rimini í sól og sumaryl og fá brúnku á kroppinn minn