Sunday, January 27, 2008

það er hryllilega erfitt að byrja að læra heima þegar maður hefur ekki gert það í langan tíma...

Friday, January 25, 2008

mjér leiðist
og það er ekkert í sjónvarpinu
og enginn að gera neitt
fer kannski bara snemma að sofa
jæja góða nótt

Sunday, January 20, 2008

jæja þá er maður búin að vera í "pössun"
hjá mömu og pabba yfir helgina
voða gott að fá góðan mat
og taka því rólega bara
fór í bíó í gær á death at a funeral með stelpunum
ótrúlega skemmtileg mynd
mæli með henni
svo er það leikurinn í dag
mikil spenna júbbíla
ætla að horfa á simpson myndina
bless

Wednesday, January 16, 2008

jólasnjór......

jiiii krakkar eruð þið að sjá veðrið
það brakar alveg í snjónum hann er svo ferskur
finnst það skemmtilegt
allir einsog litlir snjókallar á laugaveginum
líka jég
svo kósý
er komin heim með popp í einni og grey's anatomy í hinni
og teppi ofaná mjér

hafið það kósý í dag hvar sem þið eruð...

Friday, January 11, 2008

ég er að spá í að hætta að segja
"ég hata"
svona í daglegu lífi

t.d "ég hata þegar fólk er tilætlunarsamt eða þegar það talar í símann í afgreiðslu eða þegar það veit ekki hvað það er að panta"

og segja frekar
"ég elska"

"ég elska þegar fólk er tilætlunarsamt og þegar það talar í símann og þegar það veit ekki hvað það er að panta."

þið ráðið hvort þið heyrið kaldhæðni í þessu eða ekki,
ekkert víst að hún sé til staðar...


minns

Wednesday, January 09, 2008

já og jæja
þá er ég komin í skóla
fjarnám
byrja uppúr 23 janúar
spennó
þá er bara að hafa sig í að skrifa eitt meil
gæti farið svo að ég sæki um í lhí
er samt mega stress yfir því....

jiii hvað mér er illt í vöðvabólgunni minni

júbbíla minns hress klukkan átta

Tuesday, January 08, 2008

jah góðan og blessaðan daginn
er í lágmúlanum já svona einsog venjulega, Kristín situr hjá mér
sofnaði seint í nótt, þreytt
það er kona hjá NOVA að kvarta, það er fyndið og vandræðalegt, og hún er brjáluð

það var gaman á laugardaginn, svo gaman að ég fékk mér eitt stykki kúlu á hausinn þegar ég var á leiðinni heim.
fórum eiginlega á hálfgert pöbbarölt fyrst var það ellefan, svo ætluðum við á apótekið þar var lokað, svo var næst reynt við Rex en við vorum of ung, svo var það Næsti Bar og Ellefan aftur svona til að toppa kvöldið
þar hitti ég Maríu Rut og svo fór hélt ég heim á leið og fékk mér kúluna fínu

jamm gaman það
á morgun er svo mánuður í það að ég verði árinu eldri júbbíla
já svo hitti ég Víking á laugardaginn og hann eitthvað endilega þurfti að kveikja aftur í mér varðandi leiklistarskólann
þegar ég var komin með svona líka gott plan- stúdent og keppa
ég þarf bara að hafa samband við hann

þá er ég komin í ennþá meira stress en samt spennt í leiðinni
ohhh lúxusvandamál ( þau eiga samt rétt á sér)

Friday, January 04, 2008

jidúdda

búin með þrjár seríur af LOST og fjú hvað ég vil ekki bíða eftir númer fjögur....
alltof langt í að það komi þúst í febrúar..... tékka kannski á Dexter á meðan
held það sé ekki slæm hugmynd

það er par sem situr á næsta borði við mig í lágmúlanum og ég held að það sé á blindu stefnumóti, pínu vandró, og strákurinn hefur unnið á kaffitár, og getiði nú???

jæja þarf að fara og loka búllunni

Wednesday, January 02, 2008

kjánaprik eða hvað???

jæja þá er komið einn eitt nýtt árið og fór það líka svona hressilega af stað
gamlárskvöld var rosa skemmtilegt hjá okkur byrjuðum á að kíkja á tengdó, ætluðum að borða forrétt þar en svo seinkaði öllu þar sem að partýhaldarinn þar á bæ var sein fyrir en við náðum nú að hitta alla og kyssa gleðilegt nýtt ár
svo var haldið í norðurásinn í kínverskt þema partý og sjiiii hvað maturinn var góður
maturinn stóð óvenjulengi yfir útaf brennuleysi en svo var það bara skaupið sem að var ekki alslæmt og svo útí blíðun að skjóta upp fragettum júbbíla og svo var komið nýtt ár
við buðum í partý einsog í fyrra og var góð mæting, byrjaði rólega en svo fór fólk að hrannast inn og svaka stuð bara
seinustu gestir fóru um níuleytið
svo buðu mor og far okkur í hangikjöt í gær, mamma kom og sótti okkur ég var komin framúr rúmi korteri áður en að hún kom um hálf sex. og var ég hin hressasta í nýárs hangikjötsboðinu, fórum á brennu fyrir mat sem var hressandi svo var borðað og ég tók mig svo til og lagði mig eftir matinn

ég byrjaði nýtt ár á því að sækja um skóla, já þið heyrðuð rétt, ég ætla mér loksins að klára stúdentsprófið.... og það í VMA ég er að fara að flytja norður smá skyndiákvörðun en skemmtileg engu að síður....

NEI DJÓK ég tek þetta í fjarnámi bara.
en ég held það sé kominn tími til að fara að vinna kúnnarnir bíða umm nei
Harpa byrjar nýja árið með stæl...