Wednesday, January 02, 2008

kjánaprik eða hvað???

jæja þá er komið einn eitt nýtt árið og fór það líka svona hressilega af stað
gamlárskvöld var rosa skemmtilegt hjá okkur byrjuðum á að kíkja á tengdó, ætluðum að borða forrétt þar en svo seinkaði öllu þar sem að partýhaldarinn þar á bæ var sein fyrir en við náðum nú að hitta alla og kyssa gleðilegt nýtt ár
svo var haldið í norðurásinn í kínverskt þema partý og sjiiii hvað maturinn var góður
maturinn stóð óvenjulengi yfir útaf brennuleysi en svo var það bara skaupið sem að var ekki alslæmt og svo útí blíðun að skjóta upp fragettum júbbíla og svo var komið nýtt ár
við buðum í partý einsog í fyrra og var góð mæting, byrjaði rólega en svo fór fólk að hrannast inn og svaka stuð bara
seinustu gestir fóru um níuleytið
svo buðu mor og far okkur í hangikjöt í gær, mamma kom og sótti okkur ég var komin framúr rúmi korteri áður en að hún kom um hálf sex. og var ég hin hressasta í nýárs hangikjötsboðinu, fórum á brennu fyrir mat sem var hressandi svo var borðað og ég tók mig svo til og lagði mig eftir matinn

ég byrjaði nýtt ár á því að sækja um skóla, já þið heyrðuð rétt, ég ætla mér loksins að klára stúdentsprófið.... og það í VMA ég er að fara að flytja norður smá skyndiákvörðun en skemmtileg engu að síður....

NEI DJÓK ég tek þetta í fjarnámi bara.
en ég held það sé kominn tími til að fara að vinna kúnnarnir bíða umm nei
Harpa byrjar nýja árið með stæl...

1 comment:

Anonymous said...

Úlala!